Fréttir og tilkynningar

Byggðasafnið 70 ára

Jón Sigurpálsson

mánudagurinn 4. júlí 2011

Úr turninum. Ljósmynd: Þorsteinn Traustason
Úr turninum. Ljósmynd: Þorsteinn Traustason

Í ár eru liðin 70 ár frá því að Byggðasafn Vestfjarða var stofnað að frumkvæði Bárðar G. Tómassonar. Í tilefni þess var efnt til útihátíðar í Neðstakaupstað laugardaginn 2 júlí s.l. Þar var ýmislegt um að vera, soðin var rækja fyrir gesti og gangandi og pillaði hver ofan í sig. Gestir gátu smakkað á hákarli, Saltfisksveitin tók nokkur lög, og börnin léku sér í parís. Um 100 manns lögðu leið sína í Neðsta og frítt var inn á safnið í tilefni dagsins.

Meira

Upp