Nú er sumaropnunartími byrjaður hérna hjá okkur á Byggðasafni Vestfjarða. Safnið er opið alla daga frá 9-18 fram í miðjan september. Það er búið að leggja út saltfiskinn, planta sumarblómum og verið er að botnmála bátana. Allir eru komnir í sumarskap í niðri í Neðstakaupstað og hlakkar okkur til að sjá sem flesta í sumar.

Ný sýning er opnuð í Turnhúsinu og nefnist hún "Stefnumót tveggja tíma", sýningin leitast við að sýna fram á þróun í sjávarútvegi á seinustu 120 árum, úr þilskipum yfir í togaraútgerð. Sýningin er skreytt mörgum fallegum ljósmyndum frá svæðinu og einnig er sýndkvikmynd sem leitast við að segja frá þessum vendipunkti í Íslandssögunni, með tilkomu togaraútgerðarinnar.

Nú er sumaropnunartími byrjaður hérna hjá okkur á Byggðasafni Vestfjarða. Safnið er opið alla daga frá 9-18 fram í miðjan september. Það er búið að leggja út saltfiskinn, planta sumarblómum og verið er að botnmála bátana. Allir eru komnir í sumarskap í niðri í Neðstakaupstað og hlakkar okkur til að sjá sem flesta í sumar.

Ný sýning er opnuð í Turnhúsinu og nefnist hún "Stefnumót tveggja tíma", sýningin leitast við að sýna fram á þróun í sjávarútvegi á seinustu 120 árum, úr þilskipum yfir í togaraútgerð. Sýningin er skreytt mörgum fallegum ljósmyndum frá svæðinu og einnig er sýndkvikmynd sem leitast við að segja frá þessum vendipunkti í Íslandssögunni, með tilkomu togaraútgerðarinnar.

Harmoniku sýningin er enn á sínum stað, en er orðin ennþá veglegri og fleiri nikkur að sjá en áður.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!!!