Að vanda tökum við á móti skólahópum í Turnhúsið á Aðventunni, frá og með 1. desember. Þar munu safnverðir fræða börnin um ýmislegt tengt jólunum og börnunum gefst kostur á að leysa verkefni tengd safnkostinum. Áhugasamir kennarar mega gjarnan hafa samband á byggdasafn@isafjordur.is og við finnum hentugan tíma.