Fréttir og tilkynningar

Stofnfundur Hollvinasamtaka um Maríu Júlíu

Jóna Símonía Bjarnadóttir

fimmtudagurinn 4. mars 2021

Stofnfundur hollvinasamtaka Maríu Júlíu verður haldinn í Turnhúsinu í Neðstakaupstað laugardaginn 6. mars kl. 11.

Hollvinasamtökin eru með það markmið að björgunarskútan María Júlía öðlist endurnýjun lífdaga og verði táknmynd hugsjóna sem einkenndi upphaf lýðveldisins. Táknmynd þeirra sem horfðu til framtíðar og elfdu vísindalegar rannsóknir og hugsuðu til slysavarna og blésu nýrri orku í þjóðarsálina og undirbyggðu það þjóðfélag sem við byggjum í dag.

Hollvinasamtökin vilja einnig blása til sóknar í varðveislu menningararfsins á sviði sjó- og strandminja og varðveislu merkra báta og skipa sem enn má finna í höfnum og marbökkum landsins.

Allir sem vilja leggja þessu lið eru hvattir til að mæta og styðja við þetta mikilvæga málefni.

Undirbúnings nefnd um Hollvinasamtökin María Júlía

Miðsvetrarfréttir úr Neðstakaupstað

Finney Rakel Árnadóttir

miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Héðan úr gamla kaupstaðnum gengur allt sitt vangagang. Jólasýningin að baki sem gekk vel og eflaust komin til að vera fastur liður yfir komandi jólahátíðir að opið verði á safninu. Í tilefni átaks Geðhjálpar - G-vítamín var opið miðvikudaginn 8. febrúar það var frítt inn og heitt á könnunni. Mynd sem tekin er í skipasmíðastöðinni M. Bernharðsson var sýnd, og  samsetning kvikmyndabrota frá ýmsum tímum. Þýðingamiklir munir berast safninu til varðveislu eins og áður og er það ánægjulegt að safnið geti styrkt þannig stoðir sínar hvað varðar byggða og atvinnulífssögu svæðisins. 

Nemi í áfanganum Faglegt starf safna sem kenndur er í Safnafræði við Háskóla Íslands hefur verið í kynningu á safninu við verkefnavinnu og kynnst stöðu safnsins og vinnu við safnastörf. Hvað varðar faglega hlutinn hér á Byggðasafni Vestfjarða er framundan mikil vinna í geymslutiltekt og endurröðun á safnkosti. Það er von að með slíkri vinnu verði til betra vinnuumhverfi til skráninga sem er mikilvægur og leiðandi þáttur í safnastarfi. 

Áhugavert myndbrot af miðbæjarlífi í Reykjavík árið 1946 birtist á vefmiðlunum YouTube nú í febrúar, þar má sjá ys og þys í miðbænum við Austurstræti og Lækjargötu. Farartæki og klæðnaður vekja athygli og forvitnilegt að fá tækifæri til að skyggnast inn í liðinn heim.  

 https://youtu.be/JaWr6nsv_M0

Opið miðvikudaginn 10. febrúar

Jóna Símonía Bjarnadóttir

þriðjudagurinn 9. febrúar 2021

Í tilefni átaks Geðhjálpar - G-vítamín - verður opið hjá okkur á morgun milli kl. 13 og 17. Það er frítt inn og heitt á könnunni. Við ætlum að sýna mynd sem tekin er í skipasmíðastöðinni M. Bernharðsson, þetta er í raun samsetning kvikmynda frá ýmsum tímum. Við erum að vinna við að taka jólasýninguna niður en það má ennþá sjá gömlu jólatrén og svo er auðvitað tillvalið að kynna sér ævi og störf Karítasar Skarphéðinsdóttur.

Upp