Fréttir og tilkynningar

Gunnar ÍS 13 verður um tíma póstbáturinn Baldur

Jón Sigurpálsson

miðvikudagurinn 16. maí 2018

Á myndinni sjáum við Gunnar Sigurðsson ÍS 13 sigla út úr Skutulsfirði á leið sinni til Flateyjar á Breiðafirði. Gunnar hefur fengið hlutverk í sjónvarpsþáttaröð um Flateyjargátuna sem byggð er á samnefndri sögu Viktors Arnar Ingólfssonar frá árinu 2002. Í kynningu útgefanda segir um söguna: „Þegar lík finnst í útskeri á Breiðafirði 1. júní 1960 er óreyndur fulltrúi sýslumannsins á Patreksfirði sendur á vettvang til að kanna málið. Rannsóknin vindur upp á sig og teygir anga sína til Reykjavíkur og annarra landa. Miðpunktur sögunnar er þó í Flatey og bókin sem við eyna er kennd, Flateyjarbók, gegnir lykilhlutverki við lausn gátunnar. Þetta er margslungin og spennandi sakamálasaga...“ Gunnar fer með hlutverk póstbátsins í þáttunum.

Nánar um verkefnið má lesa: http://www.kvikmyndamidstod.is/i-framleidslu/leikid-sjonvarpsefni/flateyjargatan

 

Úthlutunarboð safnaráðs

Jón Sigurpálsson

miðvikudagurinn 25. apríl 2018

Efnt var til úthlutunarboðs safnaráðs  fyrir árið 2018.

Tilefnið var aðalúthlutun safnasjóðs fyrir árið sem var tilkynnt í mars síðastliðinn. Safnaráð bauð til fagnaðar með safnmönnum og velunnurum 23. apríl í Listasafni Íslands. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp og styrkþegar fimm hæstu verkefnastyrkjanna kynntu verkefni sín. Meðal þessara safna var Byggðasafn Vestfjarða sem kynnti framhald á verkefninu - Ég var aldrei barn - sem hlaut tveggja milljón króna styrk. Önnur verkefni sem safnið hlaut styrk til að framkvæma voru 500 þúsund krónur fyrir - Frá hugmynd í hlut - fyrir smiðjuna á Þingeyri, 750 þúsund krónur fyrir - Félagstíðindi við Djúp -sem er útgáfa sem fylgir grunnsýningu safnsins og 1500 þúsund krónur fyrir sýninguna - Munir og mynd - en þar verða dregnir fram nokkrir munir til ýtarlegri kynningar. Auk þessa hlaut safnið 750 þúsund króna rekstrarstyrk. Samtals styrkir safnasjóður safnið um fimm og hálfa milljón á þessu ári og fyrir það erum við þakklát.

Sjá frétt mennta- og menningarmálaráðuneytisins:

Hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði

Jón Sigurpálsson

fimmtudagurinn 15. febrúar 2018

Skýrsla um um hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði
Skýrsla um um hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði

Unnið hefur verið að skýrslu um um hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði. Helga Þórsdóttir starfsmaður safnsins nýtti reynslu sína og menntun í samantekt skýrslunnar. Hún sýnir með óyggjandi hætti fram á mikilvægi byggingarinnar þegar haft er í huga, og tekið er tillit til rannsókna opinberra stofnanna á þróun ferðamála til næstu ára. Skýrslan bendir einnig á að umgjörð og staðsetning safnsins eins og hún er í dag uppfyllir ekki þá miklu möguleika sem safnið bíður upp á.

Sjáið hér skýrsluna í heild sinni á þessari slóð:

Skýrsla um um hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði.

Upp