Fréttir og tilkynningar

Vetrarlokun

Finney Rakel Árnadóttir

mánudagurinn 25. september 2023

Neðsti 1885
Neðsti 1885
Þann 15. september síðastliðinn var síðasti formlegi opnunardagur safnsins á þessu ári. Opið var frá 1. september frá kl. 11-15 með einhverjum tilfærslum á tíma þegar skemmtiferðaskip hafa verið í höfn. Það er sannarlega búið að teygjast í báða enda tímabilið sem safnið hefur opið. Það er opnað fyrr en áður og lokað síðar og ásóknin meiri á þessum tímum. Þó að safnið hafi auglýst formlegum opnunartíma lokið að sinni verður tekið á móti hópum og gestakomum samkvæmt fyrirspurnum og þegar hægt er að verða við því. Í byrjun október fram í miðjan mánuðinn verður safnið lokað vegna kvikmyndatöku þar sem raskanir verða á uppsetningu sýninga í Turnhúsi.
 
Viðburðir og vetrarstarf verður auglýst þegar nær dregur 

Vélsmiðjan á Þingeyri

Jóna Símonía Bjarnadóttir

fimmtudagurinn 29. júní 2023

Því miður hefur ekki tekist að ráða starfsmann í Vélsmiðju GJS á Þingeyri þetta sumarið en við ætlum að reyna að hafa opið a.m.k. fimmtudaga og föstudaga kl. 10-14 og eitthvað um helgar, það verður auglýst nánar. Eins og er getum við ekki tekið við kortum á staðnum.

Vonandi rætist úr þannig að við getum haft opið miðvikudaga til sunnudaga það sem eftir lifir sumars. 

Opnun 2023

Finney Rakel Árnadóttir

þriðjudagurinn 2. maí 2023

Senn líður að því að safnið fari úr vetrardvala og opni formlega yfir árið 2023. Það er margt í bígerð og er von á fjölda farþega með skemmtiferðaskipum hingað til Ísafjarðar þar sem margir munu eflaust leggja leið sína á safnið. Það hefur verið hagur svæðisins í Neðsta að hafa Upplýsingamiðstöðina og safnið á sama stað og það haft góð samþætt áhrif. Þann 16. maí verður opnað formlega kl. 10:00, það verður hefðbundin opnunartími til 17:00 daglega til 31. ágúst en frá 1. september til 15. sama mánaðar verður opið 11:00-15:00.

Upp