Fréttir og tilkynningar

Styrkir úr safnasjóði

Jóna Símonía Bjarnadóttir

fimmtudagurinn 26. mars 2020

https://safnarad.is/safnasjodur/uthlutanir-safnasjods/uthlutun-2020/

Byggðasafn Vestfjarða þakkar stuðninginn!

Starf safnvarðar

Jóna Símonía Bjarnadóttir

miðvikudagurinn 19. febrúar 2020

Byggðasafn Vestfjarða auglýsir laust til umsóknar starf safnvarðar. Um er að ræða 50% starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Safnavörður annast, ásamt forstöðumanni, daglegan rekstur Byggðasafns Vestfjarða og hefur umsjón með varðveislu muna safnsins. Hann hefur umsjón með söfnun þjólegra muna, skrásetningu þeirra og viðgerð. Hann sér um að safnið sé til sýnis almenningi á tilteknum tímum og starfar samkvæmt safnalögum.

Helstu verkefni

Gerð kynningarefnis

Umsjón vefmiðla safnsins

Umsjón munasafns

Móttaka gesta safnsins

 

Hæfnikröfur

Háskólamenntun á ábyrgðasviði safnsins og /eða mikil reynsla af sambærilegum störfum

Framúrskarandi hæfni í mannlegum samkiptum og rík þjónustulund

Frumkvæði

Skipulagshæfni

Góð tölvufærni

Færni í ræðu og riti á íslensku

Góð færni í ensku, önnur tungumál kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum skal skilað til Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns, á netfangið jona@isafjordur.is . Umsókn skal fylgja ferliskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Jóna Símonía, forstöðumaður, í tölvupósti, sjá einnig www.nedsti.is 

Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2020. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Opnun í desember

Jóna Símonía Bjarnadóttir

föstudagurinn 13. desember 2019

Turnhúsið verður opið laugardaginn 14. desember og laugardaginn 21. desember kl. 13-16. Hún Grýla situr í helli sínum og það verður smá fróðleikur um hana en einnig geta börnin föndrað köttinn hennar sem og litað ýmsar myndir. Við minnum á að á safninu er hægt að kaupa ýmislegt í jólapakkann, s.s. Veislurnar í Neðsta, bækur Hjálmars Bárðarsonar, saltið úr Reykjanesinu og myndabandsdiskinn með tónleikum Villa Valla. Allir velkomnir

Upp