Fréttir og tilkynningar

Eldsmiðjan í Landanum

Sæbjörg Freyja Gísladóttir

mánudagurinn 6. október 2025

Margir vita að í Neðstakaupstað er eldsmiðja frá tímum skipasmíðastöðvar Marzellíusar Bernharðssonar en færri vita kannski að Landinn heimsótti smiðjuna í vor og fylgdist þar meðal annars með Herberti Snorrasyni smíða og segja frá smiðjunni. Hér er hlekkur á þáttinn sem er afar skemmtilegur og áhugaverður

Landinn - Spilari RÚV

Málþing um Brynjólf biskup Sveinsson

Sæbjörg Freyja Gísladóttir

mánudagurinn 1. september 2025

Byggðasafn Vestfjarða vekur athygli á málþingi um Brynjólf biskup Sveinsson (1605-1675) sem haldið verður sunnudaginn 7. september kl 15:00 í Holt Inn Önundarfirði. Málþingið er haldið í tilefni af 350 ára dánarafmæli Brynjólfs en hann fæddist árið 1605 í Holti í Önundarfirði.

Erindi flytja Ragnheiður Lárusdóttir, framhaldsskólakennari og ljóðskáld frá Holti en hún afhjúpaði minnisvarða um biskupinn þegar 300 ár voru liðin frá dauða hans. Minnisvarðinn stendur á Presthól við hlið kirkjunnar í Holti. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín mun einnig halda erindi á málþinginu en hann gaf nýverið út ævisögu Brynjólfs.  

Erindi Ragnheiðar nefnist: Hátíð á hólnum

Erindi Torfa nefnist: Holt í Önundarfirði og Brynjólfur biskup Sveinsson.

Opnunartími í september

Sæbjörg Freyja Gísladóttir

fimmtudagurinn 28. ágúst 2025

Nú fer að halla að hausti og þá styttist opnunartíminn í safninu. Frá og með 1. september og fram til 15. september verður Byggðasafn Vestfjarða í Turnhúsinu opið frá kl 9-15 alla daga. Frá og með 16. september og til 1. október verður safnið svo opið frá kl 11-15. 

Eftir þann tíma er alltaf hægt að hafa samband og safnið er opið eftir samkomulagi. 

Á veturnóttum og aðventu verður safnið svo aftur opið en tímarnir þá verða auglýstir þegar nær dregur.

Upp