Sæbjörg Freyja Gísladóttir
miðvikudagurinn 21. maí 2025
Sæbjörg Freyja Gísladóttir
föstudagurinn 16. maí 2025
Byggðasafn Vestfjarða hefur nú opnað sýninguna „Hvítabirnir í heimsókn.“ Þessi einstaka sýning segir frá eftirminnilegum komum hvítabjarna til Íslands, með sérstakri áherslu á Vestfirði og Strandir. Á sýningunni má meðal annars sjá uppstoppaðan hvítabjörn og þar er að finna bækling með frekari fróðleik.
Sýningin var upphaflega opnuð í Sævangi árið 2022 og hefur síðan farið í ferðalag um Vestfirði. Hún er samstarfsverkefni nokkurra safna: Byggðasafns Vestfjarða, Sauðfjársetursins, Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti og Þjóðfræðistofu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Ströndum.
Sýningin tekur nú við af sýningunni Sea girls.
Komdu og kynnstu hvítabjörnum betur – og tengslum þeirra við íslenska sögu.
Sæbjörg Freyja Gísladóttir
miðvikudagurinn 7. maí 2025
Í lok apríl fengum við góða heimsókn af nemendum frá Grunnskóla Ísafjarðar, ásamt kennurum og nemendum frá Ludenscheid í Þýskalandi. Þjóðverjarnir hafa verið hér í boði GÍ en samstarf skólanna er í gegnum Erasmus+ og er yfirskrift verkefnisins Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ein af heimsóknum hópsins var á Byggðasafn Vestfjarða en auk þess fóru þau á Náttúrustofu Vestfjarða og fleiri góða staði. Nemendurnir voru afar áhugasamir um muni safnsins líkt og sést á meðfylgjandi myndum.