Byggðasafn Vestfjarða vekur athygli á málþingi um Brynjólf biskup Sveinsson (1605-1675) sem haldið verður sunnudaginn 7. september kl 15:00 í Holt Inn Önundarfirði. Málþingið er haldið í tilefni af 350 ára dánarafmæli Brynjólfs en hann fæddist árið 1605 í Holti í Önundarfirði.
Erindi flytja Ragnheiður Lárusdóttir, framhaldsskólakennari og ljóðskáld frá Holti en hún afhjúpaði minnisvarða um biskupinn þegar 300 ár voru liðin frá dauða hans. Minnisvarðinn stendur á Presthól við hlið kirkjunnar í Holti. Torfi K. Stefánsson Hjaltalín mun einnig halda erindi á málþinginu en hann gaf nýverið út ævisögu Brynjólfs.
Erindi Ragnheiðar nefnist: Hátíð á hólnum
Erindi Torfa nefnist: Holt í Önundarfirði og Brynjólfur biskup Sveinsson.