Nú fer að halla að hausti og þá styttist opnunartíminn í safninu. Frá og með 1. september og fram til 15. september verður Byggðasafn Vestfjarða í Turnhúsinu opið frá kl 9-15 alla daga. Frá og með 16. september og til 1. október verður safnið svo opið frá kl 11-15.
Eftir þann tíma er alltaf hægt að hafa samband og safnið er opið eftir samkomulagi.
Á veturnóttum og aðventu verður safnið svo aftur opið en tímarnir þá verða auglýstir þegar nær dregur.