Byggðasafn Vestfjarða hefur nú opnað sýninguna „Hvítabirnir í heimsókn.“ Þessi einstaka sýning segir frá eftirminnilegum komum hvítabjarna til Íslands, með sérstakri áherslu á Vestfirði og Strandir. Á sýningunni má meðal annars sjá uppstoppaðan hvítabjörn og þar er að finna bækling með frekari fróðleik.

Sýningin var upphaflega opnuð í Sævangi árið 2022 og hefur síðan farið í ferðalag um Vestfirði. Hún er samstarfsverkefni nokkurra safna: Byggðasafns Vestfjarða, Sauðfjársetursins, Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti og Þjóðfræðistofu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Ströndum.

Sýningin tekur nú við af sýningunni Sea girls.


Komdu og kynnstu hvítabjörnum betur – og tengslum þeirra við íslenska sögu.