Fréttir og tilkynningar

Myndir frá hópsiglingunni

Björn Baldursson

þriðjudagurinn 24. september 2013

Gestur frá Vigur, Hermóður úr Ögurvík og Gunnar Sigurðsson. Ljósm: Halldór Sveinbjörnsson.
Gestur frá Vigur, Hermóður úr Ögurvík og Gunnar Sigurðsson. Ljósm: Halldór Sveinbjörnsson.
1 af 7

Halldór Sveinbjörnsson ljósmyndari var á hafnarkantinum um daginn og tók frábærar myndir af bátaflotanum okkar. Þetta eru falleg fley.

Siglt um pollinn

Björn Baldursson

fimmtudagurinn 19. september 2013

Í gær efndi Byggðasafnið til siglingar um Pollinn á Ísafirði á þeim bátum safnsins sem sjófærir eru. Það voru Þeir Gestur frá Vigur, Jóhanna frá Dynjanda, Hermóður frá Ögurvík, Eljan frá Nesi og Gunnar Sigurðsson frá Ísafirði. Elsti báturinn er frá 1906 og sá yngsti frá 1974. Smalað var saman trillukörlum til að sigla fleyunum og sigldu bátarnir um Pollinn nokkra stund. Jóhannes Jónsson kvikmyndatökumaður var um borð og tók þessar myndir.  Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan og lítið á ...

 

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/19092013/siglt-um-pollinn-a-isafirdi

FRAM slúttar vertíðinni í ár

Björn Baldursson

mánudagurinn 16. september 2013

1 af 4

Í morgun kom skemmtiferðaskipið FRAM til Ísafjarðar. Það er síðasta skip sumarsins og tók Ísafjörður á móti farþegunum með hryssingskulda og vindstrekkingi. Um 170 manns komu til okkar í dag á þessum síðasta formlega opnunardegi sumarsins. Alls hafa þá komið á safnið í sumar um 12000 manns og viljum við þakka öllum kærlega fyrir komuna.

Upp