Í lok apríl fengum við góða heimsókn af nemendum frá Grunnskóla Ísafjarðar, ásamt kennurum og nemendum frá Ludenscheid í Þýskalandi. Þjóðverjarnir hafa verið hér í boði GÍ en samstarf skólanna er í gegnum Erasmus+ og er yfirskrift verkefnisins Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ein af heimsóknum hópsins var á Byggðasafn Vestfjarða en auk þess fóru þau á Náttúrustofu Vestfjarða og fleiri góða staði. Nemendurnir voru afar áhugasamir um muni safnsins líkt og sést á meðfylgjandi myndum.