Fréttir og tilkynningar

Í upphafi sumars

Jón Sigurpálsson

föstudagurinn 23. maí 2014

Vouyager, annað skip sumarsins, er við bryggju sundamegin hér á Ísafirði. Það eru um 580 farþegar um borð sem flesti koma frá stóra Bretlandi og Bandaríkjunum. Það eru 48 skip væntanleg í sumar með 50 þúsund farþega. Samkvæmt dagsskrá hafnaryfirvalda verðu júlímánuður viðburðaríkur með skip nánast upp á hvern dag.

 

Fyrsta skipið væntanlegt

Björn Baldursson

þriðjudagurinn 13. maí 2014

Mynd fengin að láni á http://www.thomson.co.uk/
Mynd fengin að láni á http://www.thomson.co.uk/

Nú líður að opnun Byggðasafnsins. Frá og með 15 maí verður safnið opið alla daga frá kl 9-5 alla daga. Fyrsta skip sumarsins er væntanlegt þann 18 maí n.k. og er það skipið Thompson Spirit með 1300 farþega innanborðs. Unnið er að því að gera Turnhúsið klárt, búið er að gera við fúna planka og nýr göngurampur hefur verið lagður að húsinu. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir um helgina.

Viðhald á Turnhúsi

Björn Baldursson

þriðjudagurinn 29. apríl 2014

1 af 3

Turnhúsið í Neðstakaupstað var byggt árið 1783. Viðirnir í því eru mikið til upprunalegir utan nokkrir stokkar sem skipt var um þegar gert var við húsið. Það er því ekki að undra þó eitthvað láti undan tímans tönn. Nokkur fúi er kominn í nokkra stokka og þarf að skipta um og sponsa í. Magnús Alfreðson trésmiður vinnur að því þessa dagana.

Upp