Í tilefni þess að Faktorshúsið í Neðstakaupstað varð 260 ára á síðasta ári mun Byggðasafnið, í samstarfi við Iðuna, standa fyrir námskeiði um varðveislu eldri húsa. Námskeiðið verður haldið í Neðstakaupstað dagana 27. og 28. febrúar og er ætlað fyrir  fag- og áhugafólk um viðgerðir og viðhald eldri húsa.

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn í helstu þætti er varða endurbætur og varðveislu eldri húsa en á námskeiðinu verður til dæmis fjallað um lög og reglugerðir er varða viðgerðir og viðhald á vernduðum húsum, helstu tímabil og einkenni íslenskrar byggingarsögu, framkvæmd viðhaldsverkefna og byggingatæknilegar áskoranir varðandi viðgerðir og viðhald húsa.

Að námskeiði loknu ætti nemandi þekkja helstu laga- og reglugerðarákvæði, kunna skil á einkennum gamalla íslenskra húsa ásamt því að vita hvernig standa skal að framkvæmdum við gömul hús.

Það eru þær Alma Sigurðardóttir, sérfræðingur í varðveislu gamalla bygginga og Snædís Traustadóttir húsasmíðameistari sem sjá um kennsluna.

Skráning er hér: https://www.idan.is/namskeid/1135/vardveisla-eldri-husa/