Fréttir og tilkynningar

Háskólaskipið Explorer

Björn Baldursson

mánudagurinn 9. júní 2014

Í dag er það háskólaskipið Explorer sem heimsækir okkur Ísfirðinga. Þetta skip hefur mikla sérstöðu meðal skemmtiferðaskipa vegna þess að það er í raun fljótandi háskóli. Á vorin fer skipið umhverfis heiminn með stúdenta og og á haustin siglir skipið umhverfis Atlantshafið. Skipið siglir undir áætlun sem nefnist Semester at Sea  http://www.semesteratsea.org/. Skipið hefur ganghraða uppá 27 sjómílur.

Í upphafi sumars

Jón Sigurpálsson

föstudagurinn 23. maí 2014

Vouyager, annað skip sumarsins, er við bryggju sundamegin hér á Ísafirði. Það eru um 580 farþegar um borð sem flesti koma frá stóra Bretlandi og Bandaríkjunum. Það eru 48 skip væntanleg í sumar með 50 þúsund farþega. Samkvæmt dagsskrá hafnaryfirvalda verðu júlímánuður viðburðaríkur með skip nánast upp á hvern dag.

 

Fyrsta skipið væntanlegt

Björn Baldursson

þriðjudagurinn 13. maí 2014

Mynd fengin að láni á http://www.thomson.co.uk/
Mynd fengin að láni á http://www.thomson.co.uk/

Nú líður að opnun Byggðasafnsins. Frá og með 15 maí verður safnið opið alla daga frá kl 9-5 alla daga. Fyrsta skip sumarsins er væntanlegt þann 18 maí n.k. og er það skipið Thompson Spirit með 1300 farþega innanborðs. Unnið er að því að gera Turnhúsið klárt, búið er að gera við fúna planka og nýr göngurampur hefur verið lagður að húsinu. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir um helgina.

Upp