Fréttir og tilkynningar

Skilma

Björn Baldursson

föstudagurinn 4. október 2013

Skilmur
Skilmur

Áhald það sem er á myndinni hér til hliðar nefnist skilma, tréfiskur með blýi á endanum og var notuð við landnótaveiðar á síld. Þá gengu síldartorfurnar oft mjög nálægt landi. Nótin var þá  fest í annan endann í landi og farið með hinn endann á bát og kastað fyrir torfuna og tekinn bugur um síldartorfuna og farið í land með djúpendann. Þá var síldin komin í svokallaðan "lás", blýteinninn í nótinni lá við botninn og korkteinninn á yfirborðinu og komst því síldin ekki út. Skilman gegndi því hlutverki tálbeitu til að halda síldinni inni í nótinni meðan verið var að draga hana að landi, var henni þá kastað fyrir síldina og síðan dregin að landi, og elti þá síldin skilmuna. Í lásnum var síldin oft geymd í marga daga og var tekið úr lásnum smátt og smátt með svokallaðri "úrkastnót". Smásíldin var aðallega notuð í beitu. 

Myndir frá hópsiglingunni

Björn Baldursson

þriðjudagurinn 24. september 2013

Gestur frá Vigur, Hermóður úr Ögurvík og Gunnar Sigurðsson. Ljósm: Halldór Sveinbjörnsson.
Gestur frá Vigur, Hermóður úr Ögurvík og Gunnar Sigurðsson. Ljósm: Halldór Sveinbjörnsson.
1 af 7

Halldór Sveinbjörnsson ljósmyndari var á hafnarkantinum um daginn og tók frábærar myndir af bátaflotanum okkar. Þetta eru falleg fley.

Siglt um pollinn

Björn Baldursson

fimmtudagurinn 19. september 2013

Í gær efndi Byggðasafnið til siglingar um Pollinn á Ísafirði á þeim bátum safnsins sem sjófærir eru. Það voru Þeir Gestur frá Vigur, Jóhanna frá Dynjanda, Hermóður frá Ögurvík, Eljan frá Nesi og Gunnar Sigurðsson frá Ísafirði. Elsti báturinn er frá 1906 og sá yngsti frá 1974. Smalað var saman trillukörlum til að sigla fleyunum og sigldu bátarnir um Pollinn nokkra stund. Jóhannes Jónsson kvikmyndatökumaður var um borð og tók þessar myndir.  Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan og lítið á ...

 

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/19092013/siglt-um-pollinn-a-isafirdi

Upp