Nr 51
Tegund: Alvari
Gerð: Píanóharmonika
Nótur: 34/48 bassa
Kórar: 2
Framleiðsluland: Ítalía
Litur: Græn
Framleiðsluár: 1932‐1933
Lýsing: Harmonikan var mjög illa farin og þarfnast mikillar viðgerðar.
Saga: Fyrsti eigandi sem vitað er um var Sigurður Níelsson, Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði. Um 1945 kaupir Sigurður Anton Jónsson á Ærlæk í Öxarfirði harmonikuna. Um 1950 eignast Skafti Jónsson á Ásmundsstöðum á Sléttu harmonikuna, og hefur hún verið á Ásmundarstöðum síðan.