Fréttir og tilkynningar

Íslenski Safnadagurinn

Björn Baldursson

fimmtudagurinn 5. júlí 2012

Á sunnudaginn þann 8 júlí n.k. er íslenski safnadagurinn. Í tilefni dagsins er frítt inn á safnið. Boðið verður upp á léttan ratleik um safnið fyrir yngstu kynslóðina og þau geta valið uppáhaldssafngripinn sinn. Töluverð breyting hefur verið gerð á sýningunni sem verið hefur undanfarin ár og er nú sýningin Stefnumót tveggja tíma allsráðandi á jarðhæð safnsins, þar sem gerð er grein fyrir þróun útgerðar frá þilskipum til skuttogara. Á annari hæð Turnhússins er Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar til húsa og hefur það aukið töluvert umsvif sín þar og fleiri nikkur eru nú til sýnis en áður. Vel gæti skeð að góðir gestir grípi í harmonikuna og fylli Turnhúsið töfratónum. Á loftinu er svo sýningin Betri er bjallan bitin en hvönnin slitin, þar sem greint er frá ýmis konar strandhlunnindum og nytjum þeirra áður fyrr.

Sumaropnun og ný sýning

þriðjudagurinn 12. júní 2012

Nú er sumaropnunartími byrjaður hérna hjá okkur á Byggðasafni Vestfjarða. Safnið er opið alla daga frá 9-18 fram í miðjan september. Það er búið að leggja út saltfiskinn, planta sumarblómum og verið er að botnmála bátana. Allir eru komnir í sumarskap í niðri í Neðstakaupstað og hlakkar okkur til að sjá sem flesta í sumar.

Ný sýning er opnuð í Turnhúsinu og nefnist hún "Stefnumót tveggja tíma", sýningin leitast við að sýna fram á þróun í sjávarútvegi á seinustu 120 árum, úr þilskipum yfir í togaraútgerð. Sýningin er skreytt mörgum fallegum ljósmyndum frá svæðinu og einnig er sýndkvikmynd sem leitast við að segja frá þessum vendipunkti í Íslandssögunni, með tilkomu togaraútgerðarinnar.

Nú er sumaropnunartími byrjaður hérna hjá okkur á Byggðasafni Vestfjarða. Safnið er opið alla daga frá 9-18 fram í miðjan september. Það er búið að leggja út saltfiskinn, planta sumarblómum og verið er að botnmála bátana. Allir eru komnir í sumarskap í niðri í Neðstakaupstað og hlakkar okkur til að sjá sem flesta í sumar.

Ný sýning er opnuð í Turnhúsinu og nefnist hún "Stefnumót tveggja tíma", sýningin leitast við að sýna fram á þróun í sjávarútvegi á seinustu 120 árum, úr þilskipum yfir í togaraútgerð. Sýningin er skreytt mörgum fallegum ljósmyndum frá svæðinu og einnig er sýndkvikmynd sem leitast við að segja frá þessum vendipunkti í Íslandssögunni, með tilkomu togaraútgerðarinnar.

Harmoniku sýningin er enn á sínum stað, en er orðin ennþá veglegri og fleiri nikkur að sjá en áður.

 

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!!!

Saltfiskveisla 2012

Jón Sigurpálsson

mánudagurinn 27. febrúar 2012

Á þessu ári eru 10 ár frá því að fyrsta saltfiskveislan var haldin. Að þessu sinni verður veislan í Turnhúsinu, safnhúsinu sjálfu þann 28. júlí. Blásið var til fyrstu veislunnar árið 2002 í tilefni af því að 150 ár voru liðin frá stofnun Ásgeirsverslunar.

Meira

Upp