Fréttir og tilkynningar

Eljan frá Nesi

Jón Sigurpálsson

föstudagurinn 1. febrúar 2013

Eljan frá Nesi er smíðuð í Grunnavík árið 1942. Það voru bræðurnir frá Nesi /Naustum, Magnús og Sigurður Elíassynir sem smíðuðu bátinn og áttu hann lengst af. Hann er smíðaður úr eik og furu og í honum er 27 kw. Thornycroft díselvel. Stefán Símonarson frændi Nesbræðra eignaðist bátinn eftir þeirra dag ásamt Vilberg Prebenssyni. Guðjón Brjánsson og Dýrfinna Torfadóttir eignuðust síðar bátinn og gáfu hann til Byggðsafnsins haustið 2012.

Samnorræn ráðstefna

föstudagurinn 17. ágúst 2012

Samráðsfundur norrænna sjóminjasafna verður haldinn 22. - 24. ágúst. Aukin samvinna á milli norrænna safna á sviði sjó- og strandminja á sviði sýninga, rannsókna og annarra starfa safnanna. Fundarstjóri: Pétur Kristjánsson

Meira

Íslenski Safnadagurinn

Björn Baldursson

fimmtudagurinn 5. júlí 2012

Á sunnudaginn þann 8 júlí n.k. er íslenski safnadagurinn. Í tilefni dagsins er frítt inn á safnið. Boðið verður upp á léttan ratleik um safnið fyrir yngstu kynslóðina og þau geta valið uppáhaldssafngripinn sinn. Töluverð breyting hefur verið gerð á sýningunni sem verið hefur undanfarin ár og er nú sýningin Stefnumót tveggja tíma allsráðandi á jarðhæð safnsins, þar sem gerð er grein fyrir þróun útgerðar frá þilskipum til skuttogara. Á annari hæð Turnhússins er Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar til húsa og hefur það aukið töluvert umsvif sín þar og fleiri nikkur eru nú til sýnis en áður. Vel gæti skeð að góðir gestir grípi í harmonikuna og fylli Turnhúsið töfratónum. Á loftinu er svo sýningin Betri er bjallan bitin en hvönnin slitin, þar sem greint er frá ýmis konar strandhlunnindum og nytjum þeirra áður fyrr.

Upp