Fréttir og tilkynningar

Námskeið Blá skjaldarins og Byggðasafnsins

Jóna Símonía Bjarnadóttir

fimmtudagurinn 6. ágúst 2020

Föstudaginn 14. ágúst standa Blái skjöldurinn og Byggðasafn Vestfjarða fyrir námskeiði - Öryggismál menningarstofnana: möguleikar á samstarfi. Námskeiðið er ætlað forstöðumönnum menningarstofnana, minjavörðum, öryggisfulltrúum, bæjarfulltrúum, almannavörnum og björgunarsveitum. Það verður haldið í Fræðslumiðstöðinni við Suðurgötu á Ísafirði og hefst kl. 11. Stefnt er á að ljúka því 15.30.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið byggðasafn@isafjordur.is í síðasta lagi þriðjudaginn 11. ágúst

Sjö dagarnir sælir 2020 - Tónleikar í Turnhúsinu

Finney Rakel Árnadóttir

mánudagurinn 27. júlí 2020

Salóme Katrín og Siggi String Quartet í Turnhúsinu í kvöld kl 21:00

Miðaverð 2500 kr 

Júlífréttir úr Neðsta

Finney Rakel Árnadóttir

fimmtudagurinn 16. júlí 2020

Jón Ásgeir og málverkið af Ver ÍS 120
Jón Ásgeir og málverkið af Ver ÍS 120
1 af 2

Það hefur margt á daganna drifið hér á safninu. Aðsókn hefur verið með besta móti miðað við svartsýnustu spár eftir COVID faraldurinn sem gekk yfir. Landsmenn hafa verið duglegir að kíkja við á safninu og er það ánægjulegt sem og traffíkin hér fyrir vestan.

Hér á safninu höldum við áfram að tengjast umheiminum í gegnum samfélagsmiðla en safnið er komið á miðlilinn Instagram - https://www.instagram.com/nedstimuseum/  og vonumst til að #nedstimuseum færi okkur skemmtileg myndræn augnablik frá heimsóknum gesta. 

Úr flýttri auka úthlutun úr safnasjóði árið 2020 til eflingar á faglegu starfi safna hlaut Byggðasafn Vestfjarða styrk að upphæð 1.200.000 til skráningar, varðveislu og fræðslu gripa í Turnhúsi. Þetta er kærkomin búbót í það starf sem fer hér fram og styrkir það til muna. 

Afhendingar á munum og minjum hvaðanæva af Vestfjörðum hafa verið þónokkrar og færum við því fólki bestu þakkir. Saumavélar, koffort, forláta berjatínur, föt, flöskur svo eitthvað sé nefnt. Eitt af því sem barst til safnsins ásamt góðri heimsókn var málverk af vélbátnum Ver ÍS 120. Báturinn var smíðaður á Akranesi árið 1929. Sumarið 1949 var báturinn seldur vestur á Ísafjörð, kaupandinn Bergmann Þormóðsson. Báturinn var í útgerð í um 45 ár, og allan þann tíma áttu sér stað aðeins ein eigendaskipti. Hann hét Ver allan tímann en bar einkennisstafina MB, AK og ÍS. Jón Ásgeir Jónsson afhenti safninu málverkið af VER ÍS 120 til varðveislu en Jón Ásgeir og systkini hans gáfu málverkið á sínum tíma til minningar um Jón Egilsson, föður sinn, skipstjóra og Bergmann Þormóðsson.

Heimildir: Íslensk skip, skipamyndir.com

Ljósmyndir: Snævar Sölvi og Pálmi Jóhannesson 

 

Upp