Fréttir og tilkynningar

Norðvestanhríðarfréttir af Turnhúsarstarfi

Finney Rakel Árnadóttir

föstudagurinn 24. september 2021

Nú í maí var hafist handa við að breyta sýningarrýmum í Turnhúsinu. Á fyrstu hæð má finna sýninguna um Karítas Skarphéðinsdóttur. Sýningin var sett upp árið 2017 af Helgu Þórsdóttur en minni háttar breytingar hafa verið gerðar á sýningunni þar sem heimur verkafólks í landi, þeirra sem unnu í fiskvinnslu er miðlað ásamt því að sjá hvernig útgerðarsagan tekur breytingum til að mynda í þróun sjófara og veiðarfæra. Sviðið er sett á tímabilið 1890-1941, árin eru uppgangstími í þéttbýlismyndun á norðanverðum Vestfjörðum. 

Á annarri hæðinni kennir ýmissa grasa. Lítið barnabæli hefur verið búið til þar sem hægt er að lita, leysa verkefni, kubba og hafa það notalegt með því að glugga í bækur. Verkstæðin tvö sem sýna frá atvinnulífinu í landi, heimili hefur verið sett upp með alþýðumunum sem hafa borist safninu í gegnum tíðina og margt þar sem ekki er fjarri í tíma en gefur góða sýn á hversu hratt hlutirnir hafa breyst á hálfri öld. Það er kosturinn við söfnin og sýningar er að þar er möguleiki á að stalda við og líta yfir líðandi stund, frysta nokkur augnablik og minnast þess sem liðið er. 

Leikjum og munum barna er gefin vettvangur en unnið er að því að bæta við og óskað eftir munum tengt leikjum og fatnaði barna ef einhver er áhugasamur um að leggja safninu lið og afhenda muni má senda Byggðasafninu tölvupóst byggdasafn@isafjordur.is 

Þriðja hæðin þar sem hægt er að kíkja á útsýnið í Turninum geymir nokkrar vel valdar harmonikur úr safni Ásgeir S Sigurðssonar og líkön af bátum sem tengjast vestfirska flotanum og eru í eigu safnsins og vel völdum munum sem tengjast sjó og veiðarfærasögu fjórðungsins. 

Í vetur verður unnið að safnmerkingum og frásögnum og undirbúningur jólasýningar hefst um miðjan október og fyrirhugað er að hafa opið eitthvað yfir aðventuna þar sem hægt verður að eiga notalegar stundir í myrkrinu og telja niður daganna að hátíð ljóssins. 

Safnið hefur lokað fyrir veturinn en opnað er fyrir hverjum og einum áhugasömum sem og hópum sem vilja kíkja við og dvelja á safninu.    

Gunnar Sigurðsson sjósettur

Jóna Símonía Bjarnadóttir

miðvikudagurinn 25. ágúst 2021

Þriðjudaginn 24. ágúst var Gunnar Sigurðsson Ís 13 sjósettur í blíðskaparveðri. Hann verður þó ekki lengi á sjó í þetta sinn en til stendur að ljúka viðhaldi á honum næsta sumar og sjósetja hann í framhaldinu og þá vonandi til frambúðar.  Við vonumst til að okkur takist að sjósetja Eljuna og Hermóð Ís 482 á allra næstu árum en unnið er í að fjármagna lagfæringar á þeim.

Opnunartími í september

Jóna Símonía Bjarnadóttir

föstudagurinn 20. ágúst 2021

Safnið verður opið 1.-15. september alla daga kl. 11-15. Yfir vetrartímann er safnið opið eftir samkomulagi, hægt er að hringja í okkur eða skrifa okkur póst á byggdasafn@isafjordur.is 

Upp