Fréttir og tilkynningar

Áhrif Covid-19 á starfsemi safna

Finney Rakel Árnadóttir

mánudagurinn 11. maí 2020

Áhrif Covid-19 gætir víðsvegar í íslensku samfélagi. Söfnin eru þar ekki undanskilinn. Nú þegar er ljóst að fjöldi skemmtiferðaskipa hefur afboðað komu sína í ár en það lá fyrir að metfjöldi skipa og þar með gesta kæmu til Ísafjarðar og nágrannabæja til að njóta afþreyingar og litast um. Hluti erlenda ferðamanna er stór partur þeirra sem sækja safnið og aðaltekjulind þess. Bæði maí og júní mánuðir og ekki lítur það vel út með júlí,verða hvorki svipur né sjón frá því sem hefur verið þegar svæðið fyllist af ferðamönnum af skipunum og varla þverfóta fyrir mannmergðinni í bænum. Neðsti verður þrátt fyrir heimsfaraldur á sínum stað. Von er á sumarstarfsfólki til starfa og mun safnið taka úr lás þann 18. maí n.k. og að öllu óbreyttu mun opnunartíminn verða 9-17 í sumar og er áætlað að opið sé fram til ágúst loka. 

Það er óskandi að tíðarfarið verði þokkalegt í sumar, svæðið verði áfangastaður fyrir ferðaglaða Íslendinga sem leggja leið sína vestur á firði þegar slaknar á takmörkunum vegna Covid-19 og að safnið standist þennan öldugang sem gengur yfir. 

Ísland á filmu

Finney Rakel Árnadóttir

miðvikudagurinn 6. maí 2020

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað á vefsíðunni  www.islandafilmu.is  og þar er hægt að skoða myndefni úr fórum Kvikmyndasafns Íslands, allt frá árinu 1906. Á vefnum verður fyrst um sinn hægt að nálgast hátt í 300 myndir og myndskeið aðgengileg víðs vegar að á landinu og þar með talin fróðleg og athyglisverð myndskeið frá Vestfjörðum til dæmis myndskeiðið Vestfirskir sjómenn  Mikið af efninu er tekið upp á Hornströndum og eru myndskeiðin ómetanlegar heimildir um líf fólks og störf hér áður fyrr. 

Nýr starfsmaður

Jóna Símonía Bjarnadóttir

þriðjudagurinn 21. apríl 2020

Nú í aprílmánuði hóf Finney Rakel Árnadóttir störf hjá safninu. Hún er með meistaranám í safnafræðum, B.A í þjóðfræði og diplómu í upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Ritgerð hennar ber tilitilinn Af ljóma lýðveldis- óskasafn úr alfaraleið: Hugsjónir og hugmyndafræði safnastarfs á Hrafnseyri við Arnarfjörð.  Þar er fjallað um þær ólíku leiðir sem hafa farið fram í safnastarfi á Hrafnseyri við Arnarfjörð í minningu Jóns Sigurðssonar.

Finney Rakel starfar sem safnvörður og hefur m.a. umsjón með söfnun og skráningu muna, miðlum safnsins og ýmsum verkefnum sem safnið fær styrki í. Það er okkur sönn ánægja að fá Finney Rakel  til liðs við okkur. 

Upp