Fréttir og tilkynningar

Opnun í desember

Jóna Símonía Bjarnadóttir

föstudagurinn 13. desember 2019

Turnhúsið verður opið laugardaginn 14. desember og laugardaginn 21. desember kl. 13-16. Hún Grýla situr í helli sínum og það verður smá fróðleikur um hana en einnig geta börnin föndrað köttinn hennar sem og litað ýmsar myndir. Við minnum á að á safninu er hægt að kaupa ýmislegt í jólapakkann, s.s. Veislurnar í Neðsta, bækur Hjálmars Bárðarsonar, saltið úr Reykjanesinu og myndabandsdiskinn með tónleikum Villa Valla. Allir velkomnir

Að loknu sumri

Jóna Símonía Bjarnadóttir

miðvikudagurinn 20. nóvember 2019

Að venju var góð aðsókn að safninu í sumar en alls komu um 13.500 skráðir gestir en stærsti hluti þeirra voru af skemmtiferðaskipum sem heimsóttu Ísafjörð. Safnið var opið frá miðjum maí og til loka september milli kl. 9 og 17 alla daga. Að auki var safnið opið þann 27. október í tilefni Veturnátta og komu um 50 manns í heimsókn, bæði til að skoða safnið og njóta veitinga eftir kertafleytingu. 

Smiðjan á Þingeyri var opin fyrripart sumars en því miður tókst ekki að tryggja daglega opnun seinnipart sumarsins en stefnt er á að hún verði opin alla daga frá vori til hausts næsta ár. Það er óhætt að segja að heimsókn í smiðjuna sé einstök upplifun.

Nú líður að jólum og við stefnum á jólasýningu í Neðstakaupstað. Að þessu sinni viljum við heiðra Grýlu og stefnt er að því að safnið verði opið laugardagana 14. og 21. desember. Nánar verður sagt frá því hér á vefnum þegar nær dregur.

Upphaf vertíðar

Jón Sigurpálsson

mánudagurinn 13. maí 2019

Marco Polo
Marco Polo
1 af 2

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Ísafjarðar 10 maí sl.. Marco Polo lagðist að bryggju um átta að morgni og yfirgaf bæinn um klukkan fimm.

Alls voru um 850 farþegar um borð og um 360 manna áhöfn. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið af 131 sem heimsækja Ísafjörð í sumar en þau voru 112 sumarið 2018.

Næsta skip er væntanlegt til hafnar laugardaginn 13. maí. Það er Ocean Dimond sem er með 400 farþega auk 144 í áhöfn.

Hægt er að skoða yfirlit um komur skemmtiferðaskipa á vefsíðu Ísafjarðarhafnar.

Upp