Fréttir og tilkynningar

Miðsvetrarfréttir úr Neðstakaupstað

Finney Rakel Árnadóttir

miðvikudagurinn 24. febrúar 2021

Héðan úr gamla kaupstaðnum gengur allt sitt vangagang. Jólasýningin að baki sem gekk vel og eflaust komin til að vera fastur liður yfir komandi jólahátíðir að opið verði á safninu. Í tilefni átaks Geðhjálpar - G-vítamín var opið miðvikudaginn 8. febrúar það var frítt inn og heitt á könnunni. Mynd sem tekin er í skipasmíðastöðinni M. Bernharðsson var sýnd, og  samsetning kvikmyndabrota frá ýmsum tímum. Þýðingamiklir munir berast safninu til varðveislu eins og áður og er það ánægjulegt að safnið geti styrkt þannig stoðir sínar hvað varðar byggða og atvinnulífssögu svæðisins. 

Nemi í áfanganum Faglegt starf safna sem kenndur er í Safnafræði við Háskóla Íslands hefur verið í kynningu á safninu við verkefnavinnu og kynnst stöðu safnsins og vinnu við safnastörf. Hvað varðar faglega hlutinn hér á Byggðasafni Vestfjarða er framundan mikil vinna í geymslutiltekt og endurröðun á safnkosti. Það er von að með slíkri vinnu verði til betra vinnuumhverfi til skráninga sem er mikilvægur og leiðandi þáttur í safnastarfi. 

Áhugavert myndbrot af miðbæjarlífi í Reykjavík árið 1946 birtist á vefmiðlunum YouTube nú í febrúar, þar má sjá ys og þys í miðbænum við Austurstræti og Lækjargötu. Farartæki og klæðnaður vekja athygli og forvitnilegt að fá tækifæri til að skyggnast inn í liðinn heim.  

 https://youtu.be/JaWr6nsv_M0

Opið miðvikudaginn 10. febrúar

Jóna Símonía Bjarnadóttir

þriðjudagurinn 9. febrúar 2021

Í tilefni átaks Geðhjálpar - G-vítamín - verður opið hjá okkur á morgun milli kl. 13 og 17. Það er frítt inn og heitt á könnunni. Við ætlum að sýna mynd sem tekin er í skipasmíðastöðinni M. Bernharðsson, þetta er í raun samsetning kvikmynda frá ýmsum tímum. Við erum að vinna við að taka jólasýninguna niður en það má ennþá sjá gömlu jólatrén og svo er auðvitað tillvalið að kynna sér ævi og störf Karítasar Skarphéðinsdóttur.

Gleðilegt ár

Finney Rakel Árnadóttir

miðvikudagurinn 6. janúar 2021

Vestfirðingabók
Vestfirðingabók
1 af 4
Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Hér á Byggðasafninu er verið að standa í tiltekt og breytingum. Ýmislegt er á döfinni með hækkandi sól og nýjum tímum.
 
"Minningar feðra vorra"
Á nýju ári er rétt að skyggnast í hug þeirra manna sem drifu áfram þá hugmynd sem varð síðar Byggðasafn Vestfjarða. En á nýju ári er fólki tamt að eflast í framkvæmdum einhverskonar eða jafnvel líta inn á við og rækta sinn innri mann. Einn þeirra manna var Guðlaugur Rósinkranz sem lét útbúa það sem hann nefndi Vestfirðingabók. Bókin er bundin í skinn og á hana silfurskjöldur greyptur á forsíðu. Bókin fór á milli bæja og fólk ritaði nöfn sín með áheitum um peningagjafir.
Bókin ferðaðist víða og var í umferð í á annan áratug. Samfélagið breyttist og grunnhugmyndirnar með en það sem stóð eftir er að Vestfirðingar eignuðust Byggðasafn Vestfjarða. Það virðist hafa fylgt þessu nokkur kraftur og bjartsýni sem ágæt er að rifja upp í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun safnsins á þessu ári. Megi framsýni þeirra manna sem lögðu grunninn, einkenna þá starfsemi sem framundan er.
Upp