Fréttir og tilkynningar

Opið miðvikudaginn 10. febrúar

Jóna Símonía Bjarnadóttir

þriðjudagurinn 9. febrúar 2021

Í tilefni átaks Geðhjálpar - G-vítamín - verður opið hjá okkur á morgun milli kl. 13 og 17. Það er frítt inn og heitt á könnunni. Við ætlum að sýna mynd sem tekin er í skipasmíðastöðinni M. Bernharðsson, þetta er í raun samsetning kvikmynda frá ýmsum tímum. Við erum að vinna við að taka jólasýninguna niður en það má ennþá sjá gömlu jólatrén og svo er auðvitað tillvalið að kynna sér ævi og störf Karítasar Skarphéðinsdóttur.

Gleðilegt ár

Finney Rakel Árnadóttir

miðvikudagurinn 6. janúar 2021

Vestfirðingabók
Vestfirðingabók
1 af 4
Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna. Hér á Byggðasafninu er verið að standa í tiltekt og breytingum. Ýmislegt er á döfinni með hækkandi sól og nýjum tímum.
 
"Minningar feðra vorra"
Á nýju ári er rétt að skyggnast í hug þeirra manna sem drifu áfram þá hugmynd sem varð síðar Byggðasafn Vestfjarða. En á nýju ári er fólki tamt að eflast í framkvæmdum einhverskonar eða jafnvel líta inn á við og rækta sinn innri mann. Einn þeirra manna var Guðlaugur Rósinkranz sem lét útbúa það sem hann nefndi Vestfirðingabók. Bókin er bundin í skinn og á hana silfurskjöldur greyptur á forsíðu. Bókin fór á milli bæja og fólk ritaði nöfn sín með áheitum um peningagjafir.
Bókin ferðaðist víða og var í umferð í á annan áratug. Samfélagið breyttist og grunnhugmyndirnar með en það sem stóð eftir er að Vestfirðingar eignuðust Byggðasafn Vestfjarða. Það virðist hafa fylgt þessu nokkur kraftur og bjartsýni sem ágæt er að rifja upp í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun safnsins á þessu ári. Megi framsýni þeirra manna sem lögðu grunninn, einkenna þá starfsemi sem framundan er.

Jólasýning

Jóna Símonía Bjarnadóttir

föstudagurinn 11. desember 2020

Laugardaginn 12. desember verður opið hjá okkur á safninu kl. 13-16.  Við erum búin að setja upp litla jólasýningu og föndurhorn fyrir börnin.

Samkvæmt sóttvarnarreglum getum við tekið á móti 10 manns frá 16 ára aldri en börn fædd 2005 og síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum. Við minnum á grímur og bjóðum spritt og hanska á staðnum.

Aðgangseyrir fyrir 18 ára og eldri er 1300kr, 950kr fyrir eldriborgara og frítt fyrir börn. Innifalið er kaffi og smákökur :-) 

Safnabúðin er opin á sama tíma en þar er að finna margt góðra muna í jólapakkann. Minnum á lita- og þrautabókina okkar sem er ný komin úr prentsmiðjunni.

Upp