Fréttir og tilkynningar

Sólþurrkaður saltfiskur

Jóna Símonía Bjarnadóttir

mánudagurinn 9. nóvember 2020

1 af 2

Við minnum á að hjá safninu er hægt að kaupa sólþurrkaðan saltfisk sem breiddur var á reitinn okkar hér í Neðsta í sumar. Hjá okkur er líka hægt að kaupa bókina Veislurnar í Neðsta. Í henni er að finna fjölda uppskrifta úr saltfiskveislum safnsins sem og ýmsan fróðleik í máli og myndum um saltfiskverkun hér vestra. Bókinni fylgir geisladiskurinn Ball í Tjöruhúsinu þar sem saltfisksveit Villa Valla spilar seiðandi tónlist í takt við eldamennskuna.

Munir og myndir -september

Finney Rakel Árnadóttir

þriðjudagurinn 15. september 2020

Við tiltekt finnst ýmislegt áhugavert. Hæðarmælir þessi var í notkun hjá tæknideild Ísafjarðarkaupstaðar. Mælirinn kemur frá verslun Kaj Bruun sem staðsett var á Laugavegi 2 í Reykjavík. Bruun var fyrsti sjóntækjafræðingurinn sem fluttist hingað til lands árið 1923. Áður fyrr hafði slík kunnátta og aðgengi að búnaði verið lítil sem engin. Skemmtilegur pistill fylgir myndunum af mælinum en sá pistill er tekin úr Fálkanum, 21.tölublaði 27.05.1933 þar sem minnst er á að 10 ár eru síðan Kaj Bruun kom til landsins og að vera hans hér á landi hafi haft töluverð áhrif á sjóngæði Íslendinga sem og þeirra fræðinga sem nýttu sér mælingatækni við störf sín og verk.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Síðasti opnunardagur Byggðasafns Vestfjarða 2020 - 30. ágúst

Finney Rakel Árnadóttir

miðvikudagurinn 26. ágúst 2020

Síðasti opnunardagur hér á Byggðasafninu verður sunnudaginn 30. ágúst 2020, og verður opið frá 10-17. Þó að sýningarrýmið í Turnhúsinu loki yfir þennan veturinn þá er langt í frá að starfsemin innan dyra leggist í dvala. Fyrirhugað er stórtiltekt á geymslurými, endurskipulagning og frágangur. Á döfinni er að setja upp sýningu á þriðju hæðinni í Turnhúsinu og er það von okkar að sú vinna muni vinnast vel. Þrátt fyrir takmarkanir má segja að sumarið hafi gengið vonum framar og líflegt hafi verið í Neðstakaupstað í ár. Þökkum kærlega fyrir heimsóknir og innlit í sumar. 

Starfsfólk Byggðasafns Vestfjarða  

Upp