Fréttir og tilkynningar

Opinbera þýðingu nýrrar safnaskilgreiningar ICOM á íslensku

Jóna Símonía Bjarnadóttir

fimmtudagurinn 1. desember 2022

Síðustu mánuði hefur Íslandsdeild ICOM unnið í þýðingu á nýrri safnaskilgreiningu sem var formlega samþykkt á þingi ICOM í Prag í ár. Hún var kynnt í dag, fullveldisdaginn og hljóðar svo:

Safn er varanleg stofnun, ekki rekin í hagnaðarskyni, sem þjónar samfélaginu með rannsóknum, söfnun, varðveislu, túlkun og miðlun á áþreifanlegri og óáþreifanlegri arfleifð. Söfn eru opin almenningi, aðgengileg og inngildandi og stuðla með því að fjölbreytileika og sjálfbærni. Í starfi sínu og virkum samskiptum við ólíka samfélagshópa hafa þau fagmennsku og siðferðileg gildi að leiðarljósi og bjóða upp á margvíslegar upplifanir í þágu menntunar, ánægju, ígrundunar og þekkingarauka. 

The Raven's Nest er ein af níu bestu ferðabókum ársins samkvæmt The Daily Telegraph!

Jóna Símonía Bjarnadóttir

mánudagurinn 28. nóvember 2022

The Daily Telegraph tilnefndi bókina The Raven´s Nest sem eina af níu bestu ferðabókum ársins í dag. Bókin fæst auðvitað í safnabúðinni hjá okkur!

Ítarefni vegna sýningar

Jóna Símonía Bjarnadóttir

miðvikudagurinn 5. október 2022

Í tilefni af opnun sýningar um skipstjórnarnám á Vestfjörðum í 170 ár hefur verið sett ítarefni hér á vefinn undir flipanum um safnið - útgefið efni.  Þar er að finna hlekk á texta Kristjáns G. Jóhanssonar.

Upp