Fréttir og tilkynningar

Hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði

Jón Sigurpálsson

fimmtudagurinn 15. febrúar 2018

Skýrsla um um hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði
Skýrsla um um hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði

Unnið hefur verið að skýrslu um um hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði. Helga Þórsdóttir starfsmaður safnsins nýtti reynslu sína og menntun í samantekt skýrslunnar. Hún sýnir með óyggjandi hætti fram á mikilvægi byggingarinnar þegar haft er í huga, og tekið er tillit til rannsókna opinberra stofnanna á þróun ferðamála til næstu ára. Skýrslan bendir einnig á að umgjörð og staðsetning safnsins eins og hún er í dag uppfyllir ekki þá miklu möguleika sem safnið bíður upp á.

Sjáið hér skýrsluna í heild sinni á þessari slóð:

Skýrsla um um hagkvæmni nýbyggingar í Neðstakaupstað á Ísafirði.

Uppfærð heimasíða

Jón Sigurpálsson

fimmtudagurinn 15. febrúar 2018

Við kveðjum gamla vefsíðu.
Við kveðjum gamla vefsíðu.

Velkomin á uppfærða heimasíðu safnsins. Tölvu- og netþjónustufyrirtækið Snerpa ehf. á heiðurinn að þeirri vinnu og hafa safnmenn í samvinnu við þá unnið að því að gera síðuna þannig úr garði að hún gefi glögga mynd af starfseminni. Það mun bætast við upplýsingar smátt og smátt á næstu vikum og verður m.a. hægt að rifja upp sýningar sem stafnið hefur staði fyrir nokkuð langt aftur í tímann. Einnig er ástæða til að vekja athygli á flipanum - Um safnið / skrár og skjöl sem hýsir margvíslegan fróðleik og upplýsingar. Það væri gott að fá viðbrögð ykkar og ábendingar um það sem betur má gera.

 

Nýtt kynningarrit 15 bátar og einn slippur

Helga Þórsdóttir

miðvikudagurinn 11. október 2017

Byggðasafn Vestfjarða á 15 skráða báta. Af þeim eru 12 súðbyrðingar og allir forngripir nema tveir. Nú er svo komið að sjö bátar af 15 eru varðveittir á sjó. Aðrir eru í ferli yfirhalningar og eru þar mislangt komnir. Að auki fóstrar Byggðasafn Vestfjarða tvo merka súðbyrðinga í eigu Þjóðminjasafns Íslands. Það eru Þór frá Keldu við Mjóafjörð í Djúpi, um hann er fátt vitað og Ögra úr Ögurvíkinni, sexæringur, smíðaður um 1880-1890 af Kristjáni Kristjánssyni bónda og skipasmið í Þúfum í Reykjafjarðarhreppi.

Meira

Upp