1 af 3

6. maí 2025 opnaði Byggðasafn Vestfjarða aftur dyrnar eftir vetrarlokun. Opnunin byrjar rólega en þó með tveimur 45 manneskja hópum af skemmtiferðaskipinu Amera, sem jafnframt er fyrsta skip sumarsins á Ísafirði. Þegar hópar koma á safnið er þeim ævinlega boðið upp á harðfisk, brennivín og hákarl. 

Turnhúsið er opið alla daga í sumar frá kl 9-17 og Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri opnar þann 1. júní.