1 af 3

Turnhúsið í Neðstakaupstað var byggt árið 1783. Viðirnir í því eru mikið til upprunalegir utan nokkrir stokkar sem skipt var um þegar gert var við húsið. Það er því ekki að undra þó eitthvað láti undan tímans tönn. Nokkur fúi er kominn í nokkra stokka og þarf að skipta um og sponsa í. Magnús Alfreðson trésmiður vinnur að því þessa dagana.