1 af 2

Við minnum á að hjá safninu er hægt að kaupa sólþurrkaðan saltfisk sem breiddur var á reitinn okkar hér í Neðsta í sumar. Hjá okkur er líka hægt að kaupa bókina Veislurnar í Neðsta. Í henni er að finna fjölda uppskrifta úr saltfiskveislum safnsins sem og ýmsan fróðleik í máli og myndum um saltfiskverkun hér vestra. Bókinni fylgir geisladiskurinn Ball í Tjöruhúsinu þar sem saltfisksveit Villa Valla spilar seiðandi tónlist í takt við eldamennskuna.