Turnhúsið verður opið laugardaginn 14. desember og laugardaginn 21. desember kl. 13-16. Hún Grýla situr í helli sínum og það verður smá fróðleikur um hana en einnig geta börnin föndrað köttinn hennar sem og litað ýmsar myndir. Við minnum á að á safninu er hægt að kaupa ýmislegt í jólapakkann, s.s. Veislurnar í Neðsta, bækur Hjálmars Bárðarsonar, saltið úr Reykjanesinu og myndabandsdiskinn með tónleikum Villa Valla. Allir velkomnir