Í tilefni átaks Geðhjálpar - G-vítamín - verður opið hjá okkur á morgun milli kl. 13 og 17. Það er frítt inn og heitt á könnunni. Við ætlum að sýna mynd sem tekin er í skipasmíðastöðinni M. Bernharðsson, þetta er í raun samsetning kvikmynda frá ýmsum tímum. Við erum að vinna við að taka jólasýninguna niður en það má ennþá sjá gömlu jólatrén og svo er auðvitað tillvalið að kynna sér ævi og störf Karítasar Skarphéðinsdóttur.