Við tiltekt finnst ýmislegt áhugavert. Hæðarmælir þessi var í notkun hjá tæknideild Ísafjarðarkaupstaðar. Mælirinn kemur frá verslun Kaj Bruun sem staðsett var á Laugavegi 2 í Reykjavík. Bruun var fyrsti sjóntækjafræðingurinn sem fluttist hingað til lands árið 1923. Áður fyrr hafði slík kunnátta og aðgengi að búnaði verið lítil sem engin. Skemmtilegur pistill fylgir myndunum af mælinum en sá pistill er tekin úr Fálkanum, 21.tölublaði 27.05.1933 þar sem minnst er á að 10 ár eru síðan Kaj Bruun kom til landsins og að vera hans hér á landi hafi haft töluverð áhrif á sjóngæði Íslendinga sem og þeirra fræðinga sem nýttu sér mælingatækni við störf sín og verk.