Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað á vefsíðunni  www.islandafilmu.is  og þar er hægt að skoða myndefni úr fórum Kvikmyndasafns Íslands, allt frá árinu 1906. Á vefnum verður fyrst um sinn hægt að nálgast hátt í 300 myndir og myndskeið aðgengileg víðs vegar að á landinu og þar með talin fróðleg og athyglisverð myndskeið frá Vestfjörðum til dæmis myndskeiðið Vestfirskir sjómenn  Mikið af efninu er tekið upp á Hornströndum og eru myndskeiðin ómetanlegar heimildir um líf fólks og störf hér áður fyrr.