Næstkomandi föstudag 8. ágúst kl. 16 verður harmonika nr. 200 afhent Harmonikusafni Ásgeirs S. Sigurðssonar formlega með viðhöfn í Turnhúsinu.
Ásgeir S. Sigurðsson og Messíana Marsellíusdóttir afhentu Byggðasafni Vestfjarða harmonikusafn sitt til varðveislu árið 2008. Á þeim tímapunkti voru hljóðfærin um 140 og hefur safnið vaxið jafnt og þétt síðan. Auk fjölda hljóðfæranna eru mörg þeirra einstök sem gerir safnið eitt af merkilegri söfnum landsins og jafnvel víðar.
Allir velunnarar safnsins eru velkomnir til þessa fagnaðar og þiggja veitingar og hlýða á hljómfagra harmonikutónlist Villa Valla og jafnvel fleiri.