Í Dokkunni 1918
Í Dokkunni 1918
1 af 2

Eins og öllum er kunnugt þá var veturinn 1917-1918 mörgum þungur í skauti sökum gríðarlegs kulda og hafíss sem lagðist að í byrjun árs 1918. Bátar voru frosnir inni mánuðum saman og þessar myndir sem teknar eru af ljósmyndaranum M.Simson, sýna vel hversu bjargarlaus mannskepnan er þegar náttúruöflin taka völdin. Önnur myndin er tekin í Dokkunni en hin er tekin af Pollinum þar sem vélbátafloti Ísfirðinga er frosinn inni og kemst hvorki lönd né strönd. Samkvæmt Eggert B. Lárussyni skipasmíðameistara eru bátarnir þessir talið frá vinstri:(Nafn,skráningarnúmer,stærð,smíðastaður,smíðaár og nafn skipstjóra ef þekkt er).
Freyja, ÍS 364, 34 brl, Svíþjóð 1913, Guðmundur í Tungu.
Frigg, ÍS 399, 27 brl, Danmörk 1916, Benedikt Jónsson.
Gylfi, ÍS 357, 26 brl, Frederikshavn 1913, Halldór Sigurðsson.
Sjöfn, ÍS 414, 31 brl, Frederikshavn 1917, Jón Barðason.
Kári, Ís 387, 28 brl, Noregur 1915, Magnús Vagnsson.
Kári, ÍS 417, 34 brl, Frederikssund 1917, (skipstjóri ókunnur)
Kveldúlfur, ÍS 397, 24 brl, Fredferikssund 1916, Guðmundur Magnússon.
Sóley, ÍS 389, 20 brl, Hardanger 1913, Guðmundur Júní.
Sverrir, ÍS 385, 26 brl, Noregur 1915, Stefán Bjarnason.
Bifröst, ÍS 386, 28 brl, Noregur 1915, (skipstjóri ókunnur)
Snarfari, ÍS 384, 27 brl, Noregur 1915, Guðjón í Bakkaseli.
Sæfari, ÍS 360, 27 brl, Frederikshavn 1913, (skipstjóri ókunnur).
Eggert Ólafsson, ÍS 408, 30 brl, England 1915, (skipstjóri ókunnur).
Ísleifur, ÍS 390, 30 brl, Reykjavík 1916, Guðmundur Þorlákur.
Harpa, RE 177, 29 brl, Noregur, Halldór Benediktsson.