1 af 3

Nú í lok október kíkti til okkar Gunnar Torfason útgerðarmaður að skoða skipsbjölluna sem kom upp með rækjutrolli Klakks ÍS í byrjun september á síðasta ári. 

Þessi fundur á sér merka sögu en skipsbjallan er úr gufuskipinu Erni GK og á meðal skipverja á Erni GK var langafi Gunnars, Jóhann Rósinkrans Símonarson. Síðast sást til Arnarins 9. ágúst 1936. Afi Gunnars var á öðrum síldarbát sem mætti Erninum í Skjálfanda. Þar mættust þeir feðgar og veifuðu hvor öðrum. Ekki er vitað með vissu hvað hvað olli því að báturinn sökk. Fjölskyldutengingin við þennan fund er merkileg því ekki var vitað hvar báturinn var niðurkominn í flóanum þar til bjallan kemur í net Klakks skips Gunnars. 

Örninn var 100 smálestir brúttó  að stærð, byggður í Noregi 1903 og fékk þar nafnið BATALDER