Sýningar

Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar

Þann 29. maí 2008 afhentu hjónin Ásgeir S. Sigurðsson og Messíana Marzellíusdóttir, Byggðasafni Vestfjarða safnið til eignar og varðveislu. Í Turnhúsinu stendur nú yfir sýning á hluta safnsins.  Harmonikusafn Ásgeirs telur um 140 harmonikur sýndar eru valdar harmonikur frá ýmsum tímabilum. Sú elsta er frá því um 1830. Reynt verður að skipta út og setja nýjar eftir því sem tími vinnst til. Suma daga mun Ásgeir S. Sigurðsson sýna handbrögðin við viðgerðir á harmonikum. 

Hér má nálgast veggspjöld þau er tilheyra sýningunni. 

Upp