Neðsti 1885
Neðsti 1885
Þann 15. september síðastliðinn var síðasti formlegi opnunardagur safnsins á þessu ári. Opið var frá 1. september frá kl. 11-15 með einhverjum tilfærslum á tíma þegar skemmtiferðaskip hafa verið í höfn. Það er sannarlega búið að teygjast í báða enda tímabilið sem safnið hefur opið. Það er opnað fyrr en áður og lokað síðar og ásóknin meiri á þessum tímum. Þó að safnið hafi auglýst formlegum opnunartíma lokið að sinni verður tekið á móti hópum og gestakomum samkvæmt fyrirspurnum og þegar hægt er að verða við því. Í byrjun október fram í miðjan mánuðinn verður safnið lokað vegna kvikmyndatöku þar sem raskanir verða á uppsetningu sýninga í Turnhúsi.
 
Viðburðir og vetrarstarf verður auglýst þegar nær dregur