Fánastöngin.
Fánastöngin.
1 af 2

15-30 desember árið 1923 fór fram kappmót í flatningu á Ísafirði. Þessi kappmót fóru fram reglulega, en að þessu sinni bar sigur úr býtum Baldvin Sigurðsson. Verðlaunagripurinn var fánastöng úr látúni, mikill kostagripur, smíðuð af Helga Jóhannesi Sigurgeirssyni gullsmið hér á Ísafirði og var hún metin á 300 kr á þeim tíma. Nú um daginn afhentu systurnar Erla, Guðrún og Þuríður Magnúsdætur, barnabörn Baldvins safninu þessa fánastöng og mun hún sóma sér vel þar innan um aðra gripi. Baldvin Sigurðsson fórst með Gissuri hvíta í október árið 1929.