Efnt var til úthlutunarboðs safnaráðs  fyrir árið 2018.

Tilefnið var aðalúthlutun safnasjóðs fyrir árið sem var tilkynnt í mars síðastliðinn. Safnaráð bauð til fagnaðar með safnmönnum og velunnurum 23. apríl í Listasafni Íslands. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp og styrkþegar fimm hæstu verkefnastyrkjanna kynntu verkefni sín. Meðal þessara safna var Byggðasafn Vestfjarða sem kynnti framhald á verkefninu - Ég var aldrei barn - sem hlaut tveggja milljón króna styrk. Önnur verkefni sem safnið hlaut styrk til að framkvæma voru 500 þúsund krónur fyrir - Frá hugmynd í hlut - fyrir smiðjuna á Þingeyri, 750 þúsund krónur fyrir - Félagstíðindi við Djúp -sem er útgáfa sem fylgir grunnsýningu safnsins og 1500 þúsund krónur fyrir sýninguna - Munir og mynd - en þar verða dregnir fram nokkrir munir til ýtarlegri kynningar. Auk þessa hlaut safnið 750 þúsund króna rekstrarstyrk. Samtals styrkir safnasjóður safnið um fimm og hálfa milljón á þessu ári og fyrir það erum við þakklát.

Sjá frétt mennta- og menningarmálaráðuneytisins: