Hér á Byggðasafni Vestfjarða verður opnuð sýning í Turnhúsinu þann 5. október kl 18:00 í tilefni 170 ára sögu skipstjórnarnáms á Vestfjörðum. Skipuleg kennsla skip­stjórn­ar­manna hófst hér á landi upp úr miðri nítj­ándu öld á Ísafirði, og síðar á Flateyri en Torfi Hall­dórsson skip­stjóri kenndi

Ört vaxandi þilskipaútgerð upp úr miðri 19. öldinni, gat nú sótt mun dýpra en íslenskir sjómenn höfðu gert á opnum bátum um aldaraðir. Menntaðir skipstjórnarmenn urðu því bráðnauðsynlegir við þessar nýju aðstæður.

Að undirlagi annars ungs skipstjóra og athafnamanns, Ásgeirs Ásgeirssonar, og ýmissa þilskipaeigenda, var Torfi fenginn til að veita skólanum forstöðu. Sjómannaskólinn var starfræktur á Ísafirði 1852-57 var fyrsti sjómannaskólinn á landinu og fyrsti starfsskóli landsins.

 

Að sýningunni standa Menntaskólinn á Ísafirði - Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Háskólasetur Vestfjarða ásamt Byggðasafni Vestfjarða

 

 

Verið velkomin!