Varðskipið Óðinn á pollinum við Ísafjörð
Varðskipið Óðinn á pollinum við Ísafjörð

Vélar safnskipsins Óðins voru ræstar í fyrsta sinn í 14 ár í gær þann 11.maí og var það stór dagur meðlima Hollvinasamtaka Óðins þegar skipið leysti landfestar og sigldi út Reykjavíkurhöfn. Undanfarin ár hefur skipið verið hluti af Sjóminjasafni Reykjavíkur. Nánar má sjá frá þessum viðburð á Facebook síðu Landhelgisgæslu Íslands.