Safnið hefur látið gera lita- og þrautabók með myndum úr safninu og af safnasvæðinu hér í Neðstakaupstað. Við fengum hana Marsibil Kristjánsdóttur listakonu á Þingeyri til að gera myndirnar. Bókin er til sölu á safninu og kostar 1500kr. Hægt er að koma við á skrifstofunni hér í Neðstakaupstað eða senda okkur tölvupóst á byggdasafn@isafjordur.is - við erum líka á fésbókinni.