Mynd: Timarit.is
Mynd: Timarit.is
1 af 3

Flestir Vestfirðingar sem komnir eru af léttasta skeiði kannast við að hafa heyrt talað um Hrefnu Láka, eða Þorlák Guðmundsson, f.7.desember 1877, d.17 nóvember 1950, sem bjó að Saurum í Álftafirði við Djúp. Þorlákur var brautryðjandi í hrefnuveiðum við Ísland og setti hann niður hrefnubyssu í bát sinn, Möggu, sem var 4 brl. trilla, sumarið 1913, en fyrstu hrefnuna skaut hann árið 1914. Stundaði hann svo hrefnuveiðar á Möggu í Ísafjarðardjúpi um áratuga skeið. Þorlákur var mikill veiðimaður og ekki var hann einungis góð hrefnuskytta heldur líka grenjaskytta mikil. Læt hér fylgja með tengil á grein á timarit.is um þennan mikla veiðimann. Athugið að fyrri greinin er í blaðinu í 1.tbl, 10 janúar 1943, bls.1 og svo er framhald í 2.tbl., 17 janúar 1943 á bls. 13. Afar fróðleg og skemmtileg grein.

 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3274930