Þriðjudaginn 24. ágúst var Gunnar Sigurðsson Ís 13 sjósettur í blíðskaparveðri. Hann verður þó ekki lengi á sjó í þetta sinn en til stendur að ljúka viðhaldi á honum næsta sumar og sjósetja hann í framhaldinu og þá vonandi til frambúðar. Við vonumst til að okkur takist að sjósetja Eljuna og Hermóð Ís 482 á allra næstu árum en unnið er í að fjármagna lagfæringar á þeim.