Byggðasafn Vestfjarða er eitt af aðildasöfnum SARPS sem er menningarsögulegt gagnasafn á netinu. Í Sarpi eru eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Byggðasafnið hefur lagt áherslu á að safna gripum sem tengjast atvinnu og byggðasögu norðanverðra Vestfjarða, gjarnan gripum sem tengjast sjávarútvegi og þá einnig gripum frá ýmsum tímabilum, allt til okkar tíma. Á safninu hefur verið unnið í áföngum eftir efni og aðstæðum að skrá aðföng inn á Sarp og má finna þá hluti hér Byggðasafn Vestfjarða/Sarpur en von er að öll aðföng og munir safnsins verði færðir inn á Sarp á næstu árum.