Áhrif Covid-19 gætir víðsvegar í íslensku samfélagi. Söfnin eru þar ekki undanskilinn. Nú þegar er ljóst að fjöldi skemmtiferðaskipa hefur afboðað komu sína í ár en það lá fyrir að metfjöldi skipa og þar með gesta kæmu til Ísafjarðar og nágrannabæja til að njóta afþreyingar og litast um. Hluti erlenda ferðamanna er stór partur þeirra sem sækja safnið og aðaltekjulind þess. Bæði maí og júní mánuðir og ekki lítur það vel út með júlí,verða hvorki svipur né sjón frá því sem hefur verið þegar svæðið fyllist af ferðamönnum af skipunum og varla þverfóta fyrir mannmergðinni í bænum. Neðsti verður þrátt fyrir heimsfaraldur á sínum stað. Von er á sumarstarfsfólki til starfa og mun safnið taka úr lás þann 18. maí n.k. og að öllu óbreyttu mun opnunartíminn verða 9-17 í sumar og er áætlað að opið sé fram til ágúst loka. 

Það er óskandi að tíðarfarið verði þokkalegt í sumar, svæðið verði áfangastaður fyrir ferðaglaða Íslendinga sem leggja leið sína vestur á firði þegar slaknar á takmörkunum vegna Covid-19 og að safnið standist þennan öldugang sem gengur yfir.