Neðstikaupstaður

Nýbyggingin

1 af 3

Upp úr 1990 lágu fyrir hugmyndir stjórnar safnsins um nýbyggingu fyrir safnið á safnsvæðinu í Neðstakaupstað. Hjörleifur Stefánsson arkitekt og hönnuður að öllum framkvæmdum við friðlýstu húsin á svæðinu, var fenginn til að gera frumhönnun á byggingunni sem hann sýndi árið 1993. Safnið hafði flutt af sundhallarloftinu árið 1988 í Turnhúsið en það hýsti ekki aðra gripi en þá sem tengdust sjávar- og strandminjum. Sjóminjasýningin í Turnhúsinu fékk betri viðtökur en nokkurn hafði órað fyrir og straumur gesta til safnsins þyngdist ár frá ári. Verkefnin urðu fleiri og fjölbreyttari, sem um leið þýddi að kröfurnar til safnsins breyttust. Í dag hefur safnið mikla þörf fyrir aukið sýningarými.

Sumarið 2003 var fyrsta skóflustunga tekin að nýju sýningar- og geymsluhúsi Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað á Ísafirði. Hófust framkvæmdir skömmu síðar við suðurenda hússins sem er u.þ.b. 1/3 hluti af heildarflatarmáli hins nýja safnahúss. Húsið er hannað sem sérhæft geymsluhúsnæðið fyrir muni safnsins. Verklok fyrsta áfanga var sumarið 2005. Útlit hússins tekur mið af gömlu verslunarhúsunum í Neðstakaupstað og er teiknað eins og fyrr segir af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt.

Hér má sjá nýjustu útgáfu af áfangateikningum nýbyggingarinnar.

Upp