Neðstikaupstaður

Hjallurinn

Fiskhjallar sem þessi voru á hverjum bæ við sjávarsíðuna og í hverri verstöð. Þar hengdu menn upp fisk til þurrkunar, þorskhausa, o.þ.h. Margar gerðir voru til af hjöllum og misstórir. Þessi gerð var mjög algeng, spelahjallur með geymslulofti þar sem hægt var að geyma veiðarfæri o.fl. Hjallurinn sem hér stendur stóð við Hnífsdalsveg en var færður hingað fyrir nokkrum árum vegna breytinga á vegistæðinu. Enn standa nokkrir hjallar við veginn og gleðja vegfarendur. Vonandi fá þeir að standa og nýttir af eigendum sínum til framtíðar.

Upp