Bátar í varðveislu Byggðasafns Vestfjarða

Rán ÍS 38

er 1,6 brl. trilla úr furu, smíðuð á Ísafirði árið 1955 af Jakobi Falssyni bátasmið fyrir Albert Rósinkarsson á Ísafirði. Báturinn var borðhækkaður árið 1959 af Guðfinni Jakobssyni frá Reykjarfirði á Ströndum. Rán er með svokallað hleradekk, þ.e. báturinn er ódekkaður en hægt er að loka miðrúmi bátsins með þar til gerðum hlerum sem svo eru skálkaðir fastir. Báturinn var lengst af í eigu Péturs Jakobssonar í Bolungarvík. Hét þá Pétur. Báturinn var afskráður sem ónýtur árið 1995. Komst eftir það í eigu Flosa Kristjánssonar og Halldórs Páls Eydal sem gáfu hann Byggðasafni Vestfjarða. Nú er Rán í viðgerð hjá Valdimar Elíassyni smið á Þingeyri.

Upp