Bátar í varðveislu Byggðasafns Vestfjarða

Ölver

Sexæringurinn Ölver er fyrsti safngripur Byggðasafns Vestfjarða, smíðaður í Bolungarvík árið 1941 af Jóhanni Bjarnasyni, bátasmið og fyrrum árabátaformanni, að frumkvæði Bárðar G. Tómassonar skipaverkfræðings. Hinn 23. júlí 1941 var Ölver afhentur Byggða- og sjóminjasafni Ísfirðinga, eins og safnið hét þá, til eignar og varðveislu. Uppsátur Ölvers er við verbúðina Ósvör í Bolungarvík, og er hann þar til sýnis á sumrin.

Upp