Áhugaverðir staðir

Bókabúðin á Flateyri

Í gömlu bókabúðinni á Flateyri var verslunarrekstur í u.þ.b. 100 ár. Fyrst var þar verslun Bergs Rósinkranssonar og síðan verslunin Bræðurnir Eyjólfsson og bókaverslun Jóns Eyjólfssonar. Húsið hefur varðveist nær óbreytt  ásamt innréttingum og innbúi Kaupmannshjónanna Jóns Eyjólfssonar og Guðrúnar Arnbjarnardóttur.Minjasjóður Önundarfjarðar festi árið 2003 kaup á húsinu og hefur síðan verið unnið að ýmsum endurbótum og lagfæringum á því. Er húsið nú opið almenningi til sýnis á sumrin,og fornbókaverslun rekin í gömlu bókabúðinni.

Upp